Enn fjölgar íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar
11.03.2016
Fyrir um mánuði síðan sögðum við frá þeirri ánægjulegu þróun að íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði fjölgað talsvert að undanförnu. Þá stóð talan í 3928 íbúum.
Nýjar tölur úr Þjóðskrá frá byrjun marsmánaðar segja okkur að íbúum hafi enn fjölgað og að talan sé í dag komin í 3938 íbúa.
Mikið hefur jafnframt verið um auglýsingar eftir starfsmönnum í hin ýmsu störf í Skagafirði á liðnum dögum og vikum og vekjum við sérstaka athygli á þeim störfum sem eru laus til umsóknar núna.
- Dagforeldri
- Framtíðarstarf í heimaþjónustu
- Framtíðarstarf - Búseta Fellstúni 19b
- Afleysing í 1 ár - Dagdvöl aldraðra
- Sumarstarf - Sambýlið Fellstúni 19
- Sumarstarf - Búseta Fellstúni 19b
- Sumarstarf - Búseta Freyjugötu 18
- Sumarstarf - Liðveisla
- Sumarstarf - Atvinna með stuðningi
- Sumarstarf - Þjónustuíbúðir Kleifatúni
- Sumarstarf - Iðja hæfing
- Sumarstarf - Heimaþjónusta
- Sumarstarf - Dagdvöl aldraðra
- Fagstjóri kjötmats hjá Matvælastofnun
- Staða hjúkrunarfræðings á hjúkrunar- og dvalardeild Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
- Staða sérfræðilæknis í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
- Sumarafleysingar, s.s. hjúkrunarfræðinga og við aðhlynningu og ræstingar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
Reglulega má einnig finna auglýsingar um störf í Sjónhorninu, auglýsinga- og dagskrárblaði Skagfirðinga, og á vef Vinnumálastofnunar.