Fara í efni

Enn fjölgar íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar

11.03.2016
Við Vesturós Héraðsvatna

Fyrir um mánuði síðan sögðum við frá þeirri ánægjulegu þróun að íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði fjölgað talsvert að undanförnu. Þá stóð talan í 3928 íbúum.

Nýjar tölur úr Þjóðskrá frá byrjun marsmánaðar segja okkur að íbúum hafi enn fjölgað og að talan sé í dag komin í 3938 íbúa.

Mikið hefur jafnframt verið um auglýsingar eftir starfsmönnum í hin ýmsu störf í Skagafirði á liðnum dögum og vikum og vekjum við sérstaka athygli á þeim störfum sem eru laus til umsóknar núna.

Skagafjordur.is

  • Dagforeldri
  • Framtíðarstarf í heimaþjónustu
  • Framtíðarstarf - Búseta Fellstúni 19b
  • Afleysing í 1 ár - Dagdvöl aldraðra
  • Sumarstarf - Sambýlið Fellstúni 19
  • Sumarstarf - Búseta Fellstúni 19b
  • Sumarstarf - Búseta Freyjugötu 18
  • Sumarstarf - Liðveisla
  • Sumarstarf - Atvinna með stuðningi
  • Sumarstarf - Þjónustuíbúðir Kleifatúni
  • Sumarstarf - Iðja hæfing
  • Sumarstarf - Heimaþjónusta
  • Sumarstarf - Dagdvöl aldraðra

Starfatorg.is

  • Fagstjóri kjötmats hjá Matvælastofnun
  • Staða hjúkrunarfræðings á hjúkrunar- og dvalardeild Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
  • Staða sérfræðilæknis í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
  • Sumarafleysingar, s.s. hjúkrunarfræðinga og við aðhlynningu og ræstingar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki

Reglulega má einnig finna auglýsingar um störf í Sjónhorninu, auglýsinga- og dagskrárblaði Skagfirðinga, og á vef Vinnumálastofnunar.