Fara í efni

Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá?

16.09.2013

Mjög mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá.

  • Hvað er lögheimili?
    Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu.
  • Hvað er föst búseta?
    Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma.
  •  Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?
    Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til.  Ennfremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár.
    Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna slóðinni http://www.skra.is/Pages/1207.
    Undanþága frá þessu ákvæði um tilkynningaskyldu gildir m.a. um skólafólk við nám utan heimilissveitar.
  • Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.
    Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, t.d. vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar bækistöð. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi sem gefur tvo þriðju hluta af árstekjum manns eða meira.

Lög um lögheimili
Lög um tilkynningar aðsetursskipta