Er styrkur í þér ?
Nú er búið að opna fyrir styrkumsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2017 og einnig í nýjan sjóð Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra.
Styrkir úr Uppbyggingarsjóði eru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði eru veittir til nýsköpunar og atvinnuþróunar til einstaklinga 35 ára og yngri.
Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um báða sjóðina er að finna á heimasíðu SSNV http://www.ssnv.is/ og er umsóknarfrestur til og með 29. nóvember næstkomandi.
Atvinnuráðgjafar SSNV verða með vinnustofur þar sem boðið er upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna í Skagafirði mánudaginn 14. nóvember í Menningarhúsinu Miðgarði og félagsheimilinu Höfðaborg kl 15-18 og þriðjudaginn 15. nóvember í Ólafshúsi á Sauðárkróki kl 15-18.