Erindi sveitarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
24.10.2017
Nýlega var hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna haldin á Hilton Reykjavík Nordica og þar hélt Ásta B Pálmadóttir sveitarstjóri fróðlegt erindi um sameiningu sveitarfélaga. Hún fór yfir stöðu mála og framtíð og forsendur sem þurfa að liggja til grundvallar sameiningar. Ásta byggir erindið á reynslu sinni sem stjórnandi í sameinuðu sveitarfélagi en Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa á merkum tímamótum á næsta ári en þá eru komin 20 ár frá sameiningu þeirra 11 hreppa í Skagafirði sem sveitarfélagið mynda.
Erindið má nálgast hér á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.