Fara í efni

Erlendur styrkur til Byggðasafns Skagfirðinga

12.03.2015
Frá uppgreftri í Hegranesi

Byggðasafnið hefur hlotið veglegan styrk, ásamt bandarískum samstarfsaðilum, til þriggja ára fornleifa- og jarðsjárrannsókna  úr National Science Foundation/NSF. Styrkurinn hljóðar upp á $688.000 eða um 90 milljónir króna. Rannsóknin kallast Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin eða Skagafjörður Church and Settlement Survey. Rannsóknin er þverfaglegt samstarfsverkefni og um leið sjálfstætt framhald rannsókna Byggðasafnsins á fornum kirkjugörðum í Skagafirði og rannsóknum bandaríska teymisins á byggðaþróun á Langholti, sem staðið hafa yfir í nokkur ár. En nú verður sjónum beint að Hegranesinu.

Nánar