Evrópa unga fólksins - námskeið fyrir ungt fólk
Evrópa unga fólksins styrkir allskonar verkefni ungs fólks. Ef þið eruð á aldrinum 15-30 ára og með góða hugmynd, þá getið þið fengið um 1 milljón kr. í styrk til að hrinda henni í framkvæmd!
Möguleikarnir eru endalausir: Þið gætuð haldið tónlistarhátíð, gefið út bók, búið til stuttmynd, tekið til í hverfinu ykkar, vakið athygli á einhverju sem ykkur finnst skipta máli.
En það getur verið flókið að sækja um styrki. Eyðublaðið er langt og leiðinlegt og svör við spurningunum ekki alltaf augljós. Þess vegna ætla forsvarsmenn Evrópu unga fólksins að halda námskeið 14. september í því hvernig er best að móta verkefni og sækja um styrki. Námskeiðið er ætlað hópum ungs fólks, 15-30 ára og er mælt með því að minnst fjórir frá hverjum hóp mæti.
Ef þið eruð með einhverja hugmynd og langar að fá styrk til að framkvæma hana, þá skulið þið mæta. Það skiptir ekki máli hversu mikið eða lítið þið eruð búin að móta hugmyndina– það eina sem þarf er að vera með hóp og að vera með hugmynd! Á námskeiðinu vinnum við saman með hugmyndina ykkar og hjálpumst að til þess að auka líkurnar á að þið fáið styrk frá EUF.
Þátttaka á námskeiðinu er ókeypis og þátttakendur af landsbyggðinni geta fengið ferðakostnað endurgreiddan frá Evrópu unga fólksins.
Nánari upplýsingar fást í síma 551 9300 eða á solvi@euf.is.
Skráning á námskeiðið er hér.