Félagsmiðstöð á flakki
Félagsmiðstöð á flakki er liður í átaksverkefni í tengslum við Covid-19 með það markmið að ná til allra eldri borgara í héraðinu, bæði í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Tilgangurinn er að bjóða kynningu á félagsstarfi fullorðinna og upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem hlaut styrk frá félagsmálaráðuneytinu.
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði heldur utan um verkefnið „Við munum heyra í eldra fólki á hverju svæði, segja frá viðburðinum og hvetja það til að koma.“ Viðburðirnir verða haldnir í öllum byggðakjörnum í Skagafirði og munu félagsheimilin gegna lykilhlutverki. „Vonandi getur orðið framhald eða áframhald í einhverju formi en það veltur mjög á mætingunni. Það má gjarnan láta orðið berast fólk veit af einhverjum í nærsamfélaginu sem hefur einangrast vegna covid (eða af öðrum orsökum)“ segir Sirrý Sif. Viðburðirnir verða á miðvikudögum í septmber og október og er fyrsti viðburðurinn í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7 miðvikudaginn 2. sept kl.13-17.
Hér má sjá dagsetningar og staðsetningar á viðburðunum:
2. september - Hús Frítímans – Sauðárkróki
9. september – Íþróttahúsið Varmahlíð – Varmahlíð
16. september – Félagsheimilið Árgarður – Steinsstaðir
23. September – Félagsheimilið Héðinsminni – Akrahreppur
30. September – Undir byrðunni – Hólar í Hjaltadal
07. Október – Félagsheimilið Höfðaborg – Hofsós
14. Október – Félagsheimilið Ketilás – Fljótin
21. Október – Félagsheimili Rípuhrepps – Hegranes
28. Október – Félagsheimilið Skagasel - Skagi