Fara í efni

Félagsmiðstöðin Friður áfram í Söngkeppni Samfés

31.01.2017
Rannveig Sigrún Stefánsdóttir

Föstudaginn 27. janúar sl. gerði Félagsmiðstöðin Friður sér ferð á Dalvík á Norður-org. 
Norður-org er söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi  og dansleikur fyrir ungmenni í 8.-10. bekk. Þrettán söngatriði voru skráð til leiks og kepptu um þau fimm sæti sem voru í boði í Söngkeppni Samfés sem verður 25. mars nk. í Laugardalshöll. 
Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, 9. bekk Árskóla, var fulltrúi Friðar og söng hún sig í úrslit með lagið "Someone like you" eftir Adele.   
Í klappliðinu voru 75 ungmenni úr 8.-10. bekk úr grunnskólum Skagafjarðar ásamt 5 starfsmönnum. 
Mikil stemning myndaðist þegar Rannveig söng sitt lag og mátti sjá nánast alla síma í salnum lýsa en um 4-500 ungmenni voru á staðnum ásamt starfsfólki. 

Eins og fram hefur komið er Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll 25. mars og er partur af SamFestingnum sem Friður tekur þátt í ár hvert. SamFestingurinn er stærsti viðburður Samfés og hann sækja um 4000 unglingar. 
Samfestingurinn byrjar á balli á föstudagskvöldi og endar á söngkeppni á laugardegi. 
Við erum mjög stolt og hlökkum til að sjá Rannveigu okkar stíga á stóra sviðið í mars og efumst ekki um að hún eigi eftir að standa sig vel og hafa gaman af. 

 

Fréttin er fengin af heimasíðu Húss frítímans.