Félagsleikar Fljótamanna haldnir um helgina
Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir í Fljótum um helgina í þriðja sinn. Félagsleikarnir eru samveruhátíð íbúa og hollvina Fljóta, sannkölluð hæglætishátíð. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Ketilási og víðar í Fljótum og hefst í kvöld á íslandsmóti í félagsvist á Ketilási.
Dagskrá Félagsleikanna er eftirfarandi:
Föstudagur 14. júlí
19.30 Íslandsmót í félagsvist
Laugardagur 15. júlí
10.30 Dögurðarfundur / Ávarp - Kristján L. Möller fv. ráðherra og alþingismaður /
Gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum - Björn Z. Ásgrímsson /Frumsýnt myndband af einni gönguleiðinni - Halldór G. Hálfdánarson/ Sundmennt Fljótamanna - Kristín Sigurrós Einarsdóttir / Kindasaga úr Fljótum -
Guðjón Ragnar Jónasson / Spáð í bolla - Sigurjóna Björgvinsdóttir / Tónlistatriði / Fundarstjórn - Herdís Á. Sæmundardóttir
13.15 Göngutúr eftir hestagötum við Hraun um Heljartröð að Hraunkrók / Björn Z. Ásgrímsson
15.30 Teymt undir börnum og vöfflukaffi fyrir alla í boði hússins / Langhús
16.30 Samtal um uppistand / Jakob Birgisson
16.30 Flotstund á vegum Sóta Summit / Barðslaug
20.30-01.00 Kvöldvaka og skrall / Sveitatónlist Helga Sæmundar og félaga / Jakob Birgisson flytur gamanmál / Fjöldasöngur við harmonikkuspil Dóra ofl. / Húsbandið Ketill (Aðgangseyrir 2.000 kr)
Sunnudagur
10.30 Fljótahlaupið
12.00 Kjötsúpa í boði Kvenfélags Fljótamanna
Aðgangur er ókeypis á þá viðburði sem hátíðin skipuleggur fyrir utan kvöldvöku. Ágóði af hátíðinni rennur til góðra mála, ekki síst til að bæta aðstöðu og styrkja félagsstarf ungs fólks í Fljótum.
Um helgina
Dýrin stór og smá á Brúnastöðum /
Hestaleigan að Langhúsum / Barðslaug /
Viðburður í boði Deplar Farm / Verslun KS
Hvað Hæglætishátíð
Hvenær? 14. til 16. júlí 2023
Hvar? Ketilási og víðs vegar um Fljót