Fara í efni

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

10.01.2014

Logo FiskistofuAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum þar sem staðfest eru sérstök skilyrði vegna úthlutunar byggðakvóta í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Sauðárkróks og Hofsóss með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Nýtt ákvæði í 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður 5. mgr. svohljóðandi: Hámarksúthlutun til fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum, af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags, verður 6 þorskígildistonn.

b) Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta, í því byggðarlagi sem byggða­kvótinn tilheyrir, til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, að lágmarki 88% af magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

Auglýsinguna má finna hér.

Í kjölfarið hefur Fiskistofa auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Umsóknir, tilheyrandi samninga og frekari upplýsingar má finna á vef Fiskistofu með því að smella hér.