Fjárhagsáætlun 2017-2020 samþykkt
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2017-2020 var samþykkt með sjö atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 14. desember s.l. Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-listi) bókuðu að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna. Báðir lögðu fram bókanir við áætlunina sem og fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar. Fundargerð sveitarstjórnar má sjá hér.
Helstu fjárfestingar ársins 2017 eru áætlaðar vegna Sundlaugar Sauðárkróks, 180 milljónir króna, Aðalgötu 21 og 21a, 80 milljónir króna og hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahverfi 70 milljónir króna.
Í fundargerð var eftirfarandi bókað:
"Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri kynnti fjárhagáætlun sveitarfélagsins.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2017- 2020 er lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2017 og þriggja ára áætlunar 2018-2020 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2017 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 4.856 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 4.271 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 4.478 m.kr., þ.a. A hluti 4.091 m.kr. Rekstrarafgangur A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 580 m.kr, afskriftir nema 201 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 299 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð jákvæð samtals með 79 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 292 m.kr, afskriftir nema 111 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 229 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 48 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2017, 8.080 m.kr., þ.a. eignir A hluta 6.654 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 6.238 m.kr., þ.a. hjá A hluta 5.773 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.842 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,22. Eigið fé A hluta er áætlað 881 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,15.
Ný lántaka er áætluð 470 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 338 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.148 m.kr. hjá samstæðu, þar af 1.053 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 128% og skuldaviðmið 108%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A - hluta verði 170 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði samtals 394 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 143 m.kr. hjá samstæðunni í heild.“
Fjárhagsáætlun 2017-2020
Fjárhagsáætlun 2017 - greinargerð sveitarstjóra