Fara í efni

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 samþykkt á fundi sveitarstjórnar

12.12.2013
Fjárhagsáætlun 2014

Fjárhagsáætlun 2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar og Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra sátu hjá.

Í greinargerð sveitarstjóra kemur meðal annars fram að áætlunin sýni aðhald og hagkvæmni í rekstri samhliða því að standa vörð um þá þjónustu sem veitt er.  Sveitarfélagið ætlar ekki að hækka gjaldskrár á árinu 2014, er snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum:

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2014 í samanlögðum A og B hluta eru þær að samstæðan skilar 77 milljón króna rekstrarafgangi.  Veltufé frá rekstri er áætlað 398 milljónir króna.  Fjárfestingar eru áætlaðar 350 milljónir króna.  Afborganir langtímalána verða 362 milljónir króna og ný lántaka langtímalána 868 milljónir króna.  Skuldahlutfall er áætlað að verði 1,41.´

Þriggja ára áætlun 2015-2017 var sömuleiðis samþykkt á fundi sveitarstjórnarinnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Greinargerð sveitarstjóra
Fjárhagsáætlun 2014
Þriggja ára áætlun 2015-2017