Fara í efni

Fjarskaland í flutningi 10. bekkjar Árskóla

10.03.2020
Fjarskaland í Bifröst í flutningi 10. bekkjar Árskóla

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýna verkið, Fjarskaland, í Bifröst miðvikudaginn 11. mars. Í Fjarskalandi eiga persónur gömlu, góðu ævintýranna heima og ef við hættum að lesa ævintýrin er hætta á að persónurnar hverfi. Dóra, sem hefur gaman af lestri, fær það hlutverk að bjarga ævintýrunum og um leið ömmu sinni sem er týnd í Fjarskalandi. Í þeirri ævintýraför hittir hún ýmsar persónur eins og Gilitrutt, Dísu ljósálf, Dimmalimm, Rauðhettu og Mjallhvíti og dvergana sjö.

Höfundur Fjarskalands er Guðjón Davíð Karlsson (Gói). Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. 

Sýningar í Bifröst:

Miðvikudagur 11. mars kl. 17:00 og 20:00
Fimmtudagur 12. mars kl. 17:00
Föstudagur 13. mars kl. 17:00
Laugardagur 14. mars kl. 14:00 og 17:00
Sunnudagur 15. mars kl. 14:00 og 17:00