Fjölbreytt sorphirða í Skagafirði og losun rotþróa
Sorplosun í Skagafirði er í höndum Flokku á Sauðárkróki. Á hverjum stað er grá urðunartunna tæmd einu sinni í mánuði og græna flokkunartunnan einu sinni í mánuði. Skipulag þessarar losunar má kynna sér nánar á heimasíðu Flokku eða á mynd hér meðfylgjandi. Hvernig standa skal að flokkun sorps sem fer í græna endurvinnslutunnu er hægt að kynna sér nánar hér:
Alla miðvikudaga eru sótt dýrahræ á sveitabæi í Skagafirði.
Heyrúlluplast er einnig sótt á sveitabæi í Skagafirði eftir þessari áætlun;
- Fyrsta mánudag í hverjum mánuði er sótt plast í Sléttuhlíð, Óslandshlíð, Hjaltadal, Viðvíkursveit og Hegranes.
- Fyrsta mánudag í nóvember, janúar, mars og maí er einnig farið í Fljótin.
- Annan mánudag í hverjum mánuði er farið í Lýtingsstaðahrepp, Seyluhrepp, Staðarhrepp og Skarðshrepp.
- 3x á ári er sótt plast út á Skaga og Reykjaströnd og eru þær dagsetningar í samráði við heimamenn í hvert skipti.
Rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti í Skagafirði. Fer tæmingin fram seinnipart sumars og fram undir haust. Í tæmingaráætlun er Skagafirði skipt í þrjú svæði:
- Skaginn og Fljótin
- Skagafjörður vestan Vatna að Sauðárkróki
- Skagafjörður austan Vatna að Fljótum
Tæming verður sem hér segir:
2015 – tæming vestan Vatna
2016 – tæming austan Vatna
2017 – tæming á Skaga og í Fljótum