Fara í efni

Fjöldi lausra starfa í Skagafirði

12.09.2016
Frá Sauðárkróki

Um þessar mundir eru fjölmörg störf auglýst laus til umsóknar í Skagafirði.

Vinnumálastofnun auglýsir eftir öflugum starfsmönnum í áhugaverð og fjölbreytt störf á nýrri þjónustuskrifstofu húsnæðisbóta sem mun sjá um afgreiðslu og útborgun húsaleigubóta í samræmi við ný lög um húsnæðisbætur. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun hefja starfsemi í nóvember. Meðal þeirra starfa sem eru auglýst eru störf fjármálastjóra, háskólamenntaðra sérfræðinga og fulltrúa. Nánari upplýsingar má finna á starfatorg.is.

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nokkur störf á heimasíðu sinni. Má þar nefna stöðu matráðs á yngra stigi Ársala, dagforeldri á Sauðárkróki eða næsta nágrenni, starf í liðveislu, sjúkraliða í Dagdvöl aldraðra, starf á sambýlinu Fellstúni og störf í búsetu fatlaðs fólks á Skúlabraut 22 á Blönduósi. Nánari upplýsingar má finna á skagafjordur.is.

FISK Seafood leitar að öflugum einstaklingum til starfa í almenna fiskvinnslu og einnig í þrif í landvinnslu fyrirtækisins. FISK Seafood er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi en hjá fyrirtækinu vinna um 250 manns. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu í nýjasta tölublaði dagskrárritsins Sjónhornsins en einnig hjá Huldu í síma 825-4409 eða hulda@fisk.is.