Fara í efni

Fjölskyldusvið sveitarfélagsins auglýsir laus störf

27.02.2015

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir laus störf, til lengri tíma og sumarafleysingar

Málefni fatlaðs fólks - búseta og dagþjónusta

Lýsing á starfinu: Starfsmaður aðstoðar fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og sinnir líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á. 
Um hlutastörf (50-95%) er að ræða.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Í búsetu er um vaktavinnu að ræða en dagvinnu í dagþjónustu.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2015

Laun og önnur starfskjör fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störfin gefa:
Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is, s: 455-6000.
Edda E. Haraldsdóttir, forstöðumaður, fellstun@skagafjordur.is, s: 453-6692.
Jónína G. Gunnarsdóttir, forstöðumaður, idja@skagafjordur.is, s: 453-6853.

Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Sækja um