Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir eftir sérfræðingi í hlutastarf
08.04.2016
Meginverkefni sérfræðings er eftirfarandi:
- Verkstjórn og vinnsla fjárhagsáætlana, eftirlit með rekstri stofnana, tölfræðigreiningar, skýrslugerð og verkefnastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af áætlanagerð og rekstri
- Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
- Mikil leikni í samskiptum, aðlögunarhæfni, frumkvæði, trúmennska og sveigjanleiki
Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri, Herdís Á Sæmundardóttir í síma 455 6000, netfang has@skagafjordur.is.
Umsókn ásamt ferilskrá skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf), eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins fyrir 23. apríl n.k.