Fara í efni

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í Dagvist aldraðra

06.03.2014

Óskað er eftir sjúkraliða í 77,7 % starf á dagvinnutíma, tímabundið.

Við leitum að sjúkraliða með

  • góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig megi nýta hæfileika sem best í starfi með öldruðum
  • með skýra sýn á ábyrgð og virðingu í mannlegum samskiptum, næman skilning á mannlegum þörfum.
  • opið og jákvætt viðmót, nýjungagjarnan, metnaðarfullan og skapandi.

Starfið hentar bæði körlum sem konum

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Elísabet Pálmadóttir í síma 453-5909 eða 893-5398

Skila skal ræfrænum umsóknum í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins eða hér

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2014

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs til að geta búið áfram heima eins lengi og kostur er.