Fara í efni

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í Iðju- Hæfingu

06.03.2014

 

 

 

Óskað er eftir stuðningsfulltrúa í 90% starf á dagvinnutíma. 

Lögð er áhersla á haldgóða almenna menntun. Reynsla af starfi með fötluðu fólki eða almennum þjónustustörfum er kostur.

 

Iðja  er dagþjónusta fyrir fatlað fólk. Við leitum að samstarfsfólki með:

  • góða vitund fyrir sjálfu sér og hvernig megi nýta  hæfileika sem best í starfi fyrir fatlað fólk
  • með skýra sýn á ábyrgð og virðingu í mannlegum samskiptum, næman skilning á mannlegum þörfum og valdeflingu
  • opið og jákvætt viðmót, nýjungagjörnu, metnaðarfullu  og skapandi.

 

Starfið hentar bæði körlum sem konum.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Skila skal rafrænum umsóknum í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins eða hér.

Upplýsingar gefur Oddný Ragna Pálmadóttir í síma 453-6853 á dagvinnutíma.

Umsóknarfrestur er til 15. mars  2013.

 

Iðja er dagþjónusta fyrir fatlað folk. Iðja-Hæfing þjónustar Norðurland vestra og starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldra en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun.