Fjárhagsáætlanir 2015-2018 samþykktar í sveitarstjórn
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018 voru lagðar fram á fundi sveitarstjórnar í dag til síðari umræðu og samþykktar með sjö atkvæðum. Fulltrúar K-listans og Vg og óháðra sátu hjá við afgreiðslu þeirra.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur nemi 4.270 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 3.638 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3.934 m.kr., þ.a. A hluti 3.500 m.kr. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 505 m.kr, afskriftir nema 169 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 246 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð jákvæð um samtals 89 m.kr.
Rekstrarhagnaður A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 229 m.kr, afskriftir nema 91 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 172 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 34 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 7.402 m.kr., þ.a. eignir A hluta 5.508 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 5.646 m.kr., þ.a. hjá A hluta 4.400 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.756 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,23. Eigið fé A hluta er áætlað 1.108 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,20. Ný lántaka er áætluð 335 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 382 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 924 m.kr. hjá samstæðu, þar af 840 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 132%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A hluta verði jákvætt um 135 m.kr., veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði jákvætt um samtals 354 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 111 m.kr. Fjárfesting ársins 2015 er áætluð 350 m.kr.