Fara í efni

Foreldrar og forvarnir í Húsi frítímans 6. febrúar

04.02.2014

Fimmtudaginn 6. febrúar kl 20 verður fræðslukvöld í Húsi frítímans undir yfirskriftinni foreldrar og forvarnir. Það eru Heimili og skóli, Foreldrahús og Saft samtökin sem standa fyrir fræðslunni. Dagskráin hefst kl 20, frítt inn, öllum opin, og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að fjölmenna.

Sólveig Karlsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla  og SAFT flytur erindi um samtakamátt foreldra, Björn Rúnar Egilsson sem einnig er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT fjallar um rafrænt uppeldi og Guðrún Björg Ágústsdóttir ICADC ráðgjafi hjá Vímulausri æsku í Foreldrahúsi talar um hvað sé til ráða.