Fara í efni

Forgangsverkefni Skagafjarðar í áfangastaðaáætlun Norðurlands

14.09.2022

Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands. Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 5. október nk.

Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á verkefnum, upplýsingar um hagsmunaaðila ásamt samþykki allra landeigenda ef við á. Einnig skal taka fram hvort sótt verður um styrk í næstu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Frestur til að skila inn uppbyggingarverkefnum er til og með föstudagsins 23. september.

 

Tekið er á móti verkefnahugmyndum á sigfusolafur@skagafjordur.is eða heba@skagafjordur.is


Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland var birt í lok árs 2020, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Nánari upplýsingar um þau verkefni og áfangastaðaáætlunina er hægt að skoða hér.