Fara í efni

Förum varlega í umferðinni

28.10.2021

Nú þegar að daginn er farið að stytta og dagsbirtu nýtur ekki við þegar að farið er af stað inn í skóla- eða vinnudaginn er mikilvægt að fara að öllu með gát í umferðinni. Á þessum árstíma má einnig búast við ísingu sem skerðir viðbragðsgetu ökumanna. Því er mikilvægt að ökumenn hagi akstri alltaf í samræmi við aðstæður og sýni gangandi vegfarendum sérstaka aðgát. Á þetta sérstaklega við í íbúagötum og nálægt gangbrautum þar sem gangandi vegfarendur eru á ferðinni. Borið hefur á því að ökumenn hafi keyrt of hratt í íbúagötum sem skapar hættu fyrir aðra vegfarendur. Gangandi- og hjólandi vegfarendur eru einnig hvattir til að vera með endurskinsmerki til að auka sýnileika.

Hjálpumst að við að koma öllum vegfarendum heilum heim.