Fótboltamót og tónleikar á Sauðárkróki um helgina
Nú um helgina fer fram ÓB mót Tindastóls á Sauðárkróki. ÓB mót Tindastóls er sannkölluð knattspyrnuveisla fyrir stelpur í 6. flokki. Mótið í ár er nú haldið í 18. sinn og eru yfir 550 keppendur skráðir til leiks frá tuttugu félögum, víðs vegar af að landinu. Spilaður verður 5 manna bolti og verða spilaðir samtals 339 leikir. Það verður því nóg um að vera á íþróttasvæðinu um helgina.
Á laugardagskvöldið verður svo mikið fjör í gamla bænum frá kl. 19:30 – 22:00 þar sem haldnir verða tónleikar á útisviði í Aðalötunni þar sem fram koma Atli, Una Torfa og Danssveit Dósa, ásamt Lalla töframanni. Fyrirtæki á Aðalgötunni verða með opið fram eftir kvöldi. Frítt er á tónleikana og allir velkomnir, Skagfirðingar og gestir.
Opnunartími sundlauga í Skagafirði verður sem hér segir um helgina:
Sundlaug Sauðárkróks
Föstudagur: 06:50 - 21:00
Laugardagur: 10:00 - 20:00
Sunnudagur: 10:00 - 17:00
Sundlaug Varmahlíðar
Föstudagur: 07:00 - 21:00
Laugardagur: 10:00 - 17:00
Sunnudagur: 10:00 - 17:00
Sundlaug Hofsósi
Föstudagur: 09:00 - 21:00
Laugardagur: 09:00 - 21:00
Sunnudagur: 09:00 - 21:00