Fara í efni

Frábær árangur skagfirskra grunnskólanema í NKG

23.05.2017
Þátttakendur í NKG ásamt aðstandendum keppninnar og menntamálaráðherra. Mynd af heimasíðu NKG

Vinnusmiðja Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram um síðustu helgi í Háskólanum í Reykjavík og voru flottir fulltrúar frá Varmahlíðarskóla og Árskóla á staðnum, fjórir frá hvorum skóla. Tveir ungir piltar úr 7. bekk Varmahlíðarskóla hrepptu 1. sæti þeir Indriði Ægir og Óskar Aron og í 2. sætu voru stöllurnar úr Varmahlíðarskóla Þóra Emilía og Lilja Diljá og Una Karen úr Árskóla.

Nýsköpunarkeppnin er fyrir grunnskólanema í 5. - 7. bekk og bárust yfir 1100 hugmyndir frá 34 skólum þetta árið. Dómnefnd valdi 25 hugmyndir sem 34 nemendur eiga og voru þeir mættir í vinnusmiðjuna eða úrslitakeppnina.

Þeir Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson hlutu 1. verðlaun fyrir einfalda markatöng. Þóra Emilía Ólafsdóttir og Lilja Diljá Ómarsdóttir hlutu 2. verðlaun fyrir barnabjargara og Una Karen Guðmundsdóttir fyrir ferðabursta.

Auk þess fengu allir þessir fimm nemendur viðurkenningarskjal fyrir að komast í keppnina ásamt Sindra Snæ Ægissyni fyrir handarvasaljós og þeim Dísellu Einarsdóttur og Söru Rún Sævarsdóttur fyrir sögubangsa en þau eru öll nemendur í Árskóla. Þóra Emilía og Lilja Diljá hlutu einnig tæknibikar fyrir framúrskarandi sköpunargáfu og eljusemi með hugmyndina sína að barnabjargaranum.

Úrslitin eru á heimasíðu keppninnar.