Fræðsludagur í Miðgarði
11.11.2016
Í dag er fræðsludagur allra skólanna í Skagafirði og starfsfólk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla héraðsins eru í Menningarhúsinu Miðgarði. Að þessu sinni er fræðsludagurinn helgaður lestri og læsi.
Fulltrúar úr læsisteymi Menntamálastofnunar eru á staðnum og flytja fyrirlestra sem fjalla um mikilvægi lestrarnáms barna frá unga aldri. Nú er verið að leggja lokahönd á sérstaka læsisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og er þetta einn liður í þeirri áætlun. Eftir matinn verða síðan málstofur og stöðvar sem þátttakendur fara á milli og vinna saman í hópum.