Fara í efni

Fræðsluþing um hvernig við hjálpum börnum að losna undan ofbeldi

27.09.2013

Fræðsluþing verður haldið á Sauðárkróki 1. október n.k. um hvernig við hjálpum börnum að losna undan ofbeldi.

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum heldur fræðsluþing á Sauðárkróki, þriðjudaginn 1. október kl. 12.30, í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, bóknámshúsi.

Allir eru boðnir velkomnir án gjalds. Boðið eru upp á léttan hádegisverð, kaffi og meðlæti.

Verið svo væn að skrá sem felsta á þingið svo fræðslan nái sem víðast í kringum ykkur. Skráning: gestamottakan@gestamottakan.is eða í síma 5511730. Vinsamlegst skráið nafn, netfang og vinnustað.

Dagskrá:
12.30     Hádegissnarl
13:00     Vitundarvakning. Kynning á verkefni og vef
13:15     Þórdís Elva Þorvaldsdóttir handritshöfundur. „Fáðu já og annað fræðsluefni – og hvað svo?“.
13:30     Hjördís Þórðardóttir frá UNICEF á Íslandi. „Réttindafræðsla sem forvörn.“
13:45     Kaffi & te.
14:00     Margrét Kristín Magnúsdóttir frá Barnahúsi. „Einkenni þolenda kynferðisbrots.“
14.15     Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur Fangelsismálastofnun: „Skaðleg kynhegðun barna og klám.“
14:30     Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Rannsókn kynferðisbrota og annarra brota gegn börnum.“
14:45     Kaffi og veitingar.
15:20     Hópastarf og umræður sem fyrirlesarar stýra.
16:20     Stutt samantekt.
16:40     Slit.

Nánari upplýsingar á vef Vitundarvakningar.