Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum
02.09.2022
Opnað hefur verið verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:
- Öryggi ferðamanna.
- Náttúruvernd og uppbyggingu.
- Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.
- Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.
Hins vegar er sjóðnum m.a. ekki heimilt:
- Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
- Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
- Að veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is.
Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu Ferðamálastofu.
Áhugasömum aðilum í Skagafirði er velkomið að hafa samband við Hebu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra, á netfangið heba@skagafjordur.is eða í síma 455 6017. Þá býðst einnig aðstoð við gerð umsókna hjá verkefnastjórum SSNV.