Framtíðarstarf – Búseta í Fellstúni 19b
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir því að ráða kvenkyns starfsmann í 70% starf í búsetu í Fellstúni 19b. Starfið er laust frá miðjum maí.
Starfsmaður aðstoðar fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og sinnir líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.
Leitað er eftir kvenkyns starfsmanni sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Miðað er við að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
Unnið er á dag- og kvöldvöktum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2016
Nánari upplýsingar veitir Edda Haraldsdóttir, forstöðumaður, í síma 453-6692 eða með tölvupósti fellstun@skagafjordur.is.
Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf), eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.