Framtíðarstarf í heimaþjónustu
Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í heimaþjónustu á Sauðárkróki og nágrenni. Um 100% starf er að ræða.
Heimaþjónusta er þjónustustarf sem unnið er inni á heimili eða í daglegu umhverfi þjónustuþega og byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf sem notandinn getur ekki leyst af hendi sjálfur og nauðsynlegu liðsinni sem stuðlar að því að auka virkni og rjúfa félagslega einangrun. Heimaþjónusta er veitt þeim sem ekki geta hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu vegna veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.
Öll heimaþjónusta skal veitt af virðingu fyrir notandanum og í samráði við hann.
Hæfniskröfur eru góð almenn menntun og bílpróf, næmur skilningur og hæfni í mannlegum samskiptum, Samviskusemi, frumkvæði, áreiðanleiki og hæfileiki til að bregðast við og taka á óvæntum atvikum.
Starfið hentar jafnt körlum sem konum og er laust frá 1. maí n.k. eða jafnvel fyrr. Laun og önnur starfskjör fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2016
Upplýsingar gefur Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, í síma 455 6000 eða með tölvupósti sandholt@skagafjordur.is
Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.
Smelltu hér til að sækja um starf