Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki
27.01.2017
Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá.
Meðal þessara fyrirtækja eru 9 skagfirsk fyrirtæki en það eru: FISK Seafood ehf., Friðrik Jónsson ehf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf., Raðhús ehf., Steinull hf., Steypustöð Skagafjarðar ehf., Vinnuvélar Símonar ehf. og Vörumiðlun ehf.
Við óskum þessum fyrirtækjum innilega til hamingju með glæsilegan árangur!