Frestur til að sækja um búfjárleyfi er til 1. apríl
Ný samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 14. október síðastliðinn. Samkvæmt henni þurfa búfjáreigendur í þéttbýli í Skagafirði að sækja um leyfi til búfjárhalds. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. apríl í móttöku ráðhússins.
Í samþykktinni segir m.a.: Búfjárhald er almennt óheimilt í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Búfjárhald er þó heimilt í þéttbýli í sérstaklega skipulögðum hverfum eða að fengnu sérstöku leyfi landbúnaðarnefndar. Í þessari samþykkt er með búfjárhaldi átt við nautgripa-, hrossa-, svína-, sauðfjár-, kanínu-, geita-, loðdýra- og alifuglahald, sbr. lög nr. 38/2013 um búfjárhald. Heimilt er að halda allt að 10 hænsni á hverri lóð, en hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli í sveitarfélaginu.
Samþykktin tekur til þéttbýlisstaðanna Sauðárkróks, Hofsóss, Varmahlíðar og Steinsstaða.
Samþykktina og þéttbýlisuppdrætti má sjá hér.