Fara í efni

Frítt í Glaumbæ miðvikudaginn 10. febrúar.

09.02.2021
Sveitarfélagið Skagafjörður býður frítt í Glaumbæ á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar. Er þetta hluti af samvinnuverkefninu “Fáðu þér G-Vítamín - Gleymdu þér á safni” sem Geðhjálp stendur fyrir. Er aðal markmið verkefnisins að stappa stálinu í fólk á erfiðum tímum og fylla á G-vítamín byrgðirnar. 
 
Fréttatilkynning frá Geðhjálp má sjá hér að neðan:
 
Fáðu þér G-Vítamín!

Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10.febrúar.
Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur.
Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.

Miðvikudaginn 10.febrúar er G-vítamín dagsins að „Gleyma sér“. Því er tilvalið að fara á safn sem er góð leið til að gleyma sér og njóta menningar og listar í leiðinni.
 
Endilega nýtið tækifærið, ef ekki á þeim degi, þá þegar hentar. Það er verðmætt að leyfa sér að gleyma sér. Frekari upplýsingar um söfn sem taka þátt á gvitamin.is. Það þarf ekki að skrá sig til að fá aðgang að söfnunum.
 
Viltu meira G-Vítamín? Á gvitamin.is er hægt að skrá sig og fá heilræði dagsins send í tölvupósti allan þorra ásamt möguleika á fjöldanum öllum af geðbætandi vinningum sem dregnir eru út daglega.