Fara í efni

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

30.06.2023
Fulltrúar Ungmennaráðs ásamt félagsmála- og tómstundanefnd, frístundastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar, 26. júní s.l. þar sem reglur ráðsins voru til umfjöllunar. Samkvæmt þeim skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.

Fundurinn var mjög gagnlegur öllum aðilum en félagsmála- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við Ungmennaráð Skagafjarðar varðandi málefni ungmenna í Skagafirði.