Fara í efni

Fullveldi, frelsi, lýðræði - hvað er nú það?!

15.11.2018

Í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, verður hátíð af tilefni 100 ára afmælis Fullveldis Íslands haldin í Varmahlíðarskóla. Hátíðin er öllum opin og er haldin til þess að fagna því að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að fullveldi fékkst. Það eru nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna sem vinna að hátíðinni í sameiningu og hvor í sínu lagi. Hluti dagskrárinnar er málþing en þar flytja fulltrúar hugleiðingar um ofangreind hugtök og velta einnig fyrir sér framtíðarhorfum. Húsið opnar kl. 13:00 en þá geta gestir komið og gengið um skólann, séð verk af ýmsum toga, hlýtt á málþing frá kl. 13:30 - 14:10 og fengið sér hressingu. Þátttakendur hátíðarinnar eru Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn austan Vatna, eldri borgarar og góðir gestir.