Fyrsti dagur Umhverfisdaga í dag
06.06.2017
Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til umhverfisdaga dagana 6. - 11. júní. Takmarkið er fegurra umhverfi og því skiptir miklu máli að íbúar taki höndum saman og tíni rusl og snyrti í kringum lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.
Ruslapokar verða bornir í hús í dag, þriðjudag, og verður þeim safnað saman mánudaginn 12. júní. Mikilvægt er að pokunum sé vel lokað og þeir lagðir við götukantstein að kvöldi sunnudags. Garðaúrgangur verður ekki hirtur, aðeins lokaðir pokar með rusli.
Með von um að flestir sjái sér fært að taka þátt í að fegra umhverfi okkar.
Í tilefni hreinsunarátaksins veitir KS Eyri 15% afslátt af kjörvara 12 og 14 viðarvörn, Steintex utanhússmálningu og þakmálningu, þá daga sem hreinsunarátakið stendur yfir.