Fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar
Þann 15. desember s.l. fór fram fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar. Á fundinum var farið yfir hlutverk ráðsins og hvernig það getur beitt sér fyrir því að hafa áhrif á málefni ungmenna innan sveitarfélagsins.
Ungmennaráð skal skipað 7 einstaklingum á aldrinum 14-20 ára sem skulu hafa lögheimili í Skagafirði. Ráðið kýs sér sjálft formann, varaformann og ritara.
Ungmennaráð Skagafjarðar skipa:
Formaður: Mikael Jens Halldórsson, skipaður til 2 ára
Varaformaður: Katla Huld Halldórsdóttir, skipuð til 2 ára
Ritari: Óskar Aron Stefánsson, skipaður til 2 ára
Meðstjórnandi: Íris Helga Aradóttir, skipuð til 1 árs
Meðstjórnandi: Hulda Þórey Halldórsdóttir, skipuð til 1 árs
Meðstjórnandi: Trausti Helgi Atlason, skipaður til 1 árs
Meðstjórnandi: Markús Máni Gröndal, skipaður til 1 árs
Hlutverk Ungmennaráðs er eftirfarandi:
- að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum.
- að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins.
- að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Skagafirði.
- að gera tillögur til félagsmála- og tómstundanefndar og sveitarstjórnar um hvernig best væri að
standa að forvarnarmálum ungmenna.
- að leggja fram tillögur um það hvernig æskilegt væri að haga starfsemi stofnana sveitarfélagsins.
- að gera tillögur um þátttöku ungmenna í viðburðum á vegum sveitarfélagsins.
Nánar má lesa um reglur Ungmennaráðs með því að smella hér.