Fara í efni

Gæludýr bönnuð í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

28.04.2016
Spjallað við kisu

Gæludýr í leiguhúsnæði sveitarfélagsins verða bönnuð frá 1. júní næstkomandi. Þetta var samþykkt á  738. fundi byggðarráðs sem haldinn var í morgun.

Í bókuninni stendur: „Lögð fram tillaga um að dýrahald verði bannað í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins frá og með 1. júní 2016. Ákvæði um bann við dýrahaldi verði bætt inn í leigusamninga og reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014. Þeir sem eru með skráð og samþykkt dýr í dag fái að halda þeim en verði óheimilt að taka ný dýr inn á heimilið.“