Fara í efni

Gæran - tónlistarhátíð

06.06.2013

Tónlistarhátíðin Gæran 2013 verður haldin dagana 15. og 17. ágúst nk. Dagsetningin var tilkynnt á dögunum og því er öllum óhætt að merkja umrædda helgi inn á dagatalið sitt og byrja að telja niður.
Hægt er að fylgjast með á heimasíðunni Gærunnar með því að smella hér og Facebook síðunni sem er mjög lífleg

Tónlistarhátíðin Gæran er nú haldin fjórða árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki í einu sútunarverksmiðju landsins. Gæran er lítil hátíð sem leggur áherslu á að bjóða upp á vandaða og fjölbreytta tónlist, ný og upprennandi bönd í bland við reyndari tónlistarmenn.

Dagskrá Gærunnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld er haldið á fimmtudeginum á Mælifelli og stóru tónleikarnir eru á föstudeginum og laugardeginum á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni. 12 ára og yngri fá frítt inn á hátíðina. Hægt verður að kaupa miða á midi.is þegar nær dregur.