Fara í efni

Gamli barnaskólinn á Sauðárkróki til sölu

18.02.2016
Gamli barnaskólinn á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Húsið, sem byggt er árið 1946, er um 910 fermetrar að stærð að meðtöldum leikfimisal sem er um 150 fermetrar að grunnfleti. Lóðin sem húsið stendur á er um 4.500 fermetrar.

Skilyrði er að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun.

Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings.

Afsal verður gefið út eftir að fullnaðarfrágangi lóðar og hússins að utan er lokið.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Frestur til að skila inn tilboðum er til 31. mars 2016

Nánari upplýsingar gefa:
Ingvar Páll Ingvarsson ipi@skagafjordur.is
Jón Örn Berndsen jobygg@skagafjordur.is

Skriflegum tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Skagfirðingabraut 17–21, 550 Sauðárkróki.

Sjá pdf-útgáfu af auglýsingu hér