Fara í efni

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins auglýsir eftir starfsmönnum

25.02.2013

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar  eftir starfsfólki  í sumarafleysingar

 

Garðyrkjudeildin óskar eftir að ráða í tvær stöður tímabundið.

Leitað er eftir starfsmanni í 50% starf frá 4. mars til 30. september  sem sér um ræktun sumarblóma, umhirðu  þeirra og annarra verka hjá garðyrkjudeildinni. Umsækjandi þar að vera orðin 20 ára, hafa bílpróf og vinnuvélaréttindi á litlar vinnuvélar. Reynsla nauðsynleg.

Einnig er leitað eftir starfsmanni í 100% starf frá 1. apríl til 30. september. Starfið felur í sér almenn garðyrkjustörf og flokkstjórnun. Umsækjandi þar að vera orðin 20 ára og hafa bílpróf. Reynsla nauðsynleg.

Starfið hentar bæði körlum sem konum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra  sveitafélaga og Starfsmannafélagi Skagafjarðar eða Öldunnar.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2013.

Upplýsingar gefur Helga Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri í síma 453-5811- 861-3490 eða á netfangið helga@skagafjordur.is

Skila skal rafrænum umsóknum í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins eða hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

Hlutverk Garðyrkjudeildarinnar á sumrin er almenn garðyrkjuvinna, viðhald gróðurs, göngustíga, leiksvæða og grænna svæða sveitarfélagsins.