Fara í efni

Garðyrkjudeild sveitarfélagsins óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar

09.02.2017

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Garðyrkjudeildin auglýsir þrjú tímabundin störf laus til umsóknar.

1 x 50% starf. Tímabilið 9. mars - 30. september. Í starfinu felst aðstoð við ræktun sumarblóma, umhirðu þeirra og annarra verka hjá garðyrkjudeild.

2 x 100% starf. Tímabilið 1. apríl - 30. september. Störfin fela í sér almenna garðyrkjuvinnu.

Hæfniskröfur: Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Þekking og reynsla af störfum í garðyrkju er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2017

Störfin henta konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, helga@skagafjordur.is eða í síma 453-5811. Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Hlutverk garðyrkjudeildarinnar á sumrin er almenn garðyrkjuvinna, viðhald gróðurs, göngustíga, leiksvæða og grænna svæða sveitarfélagsins.