Fara í efni

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir starfsfólki í sumar

12.02.2018

 Garðyrkjudeild Sveitarfélagins Skagafjarðar óskar eftir starfsfólki í sumar

 

Garðyrkjudeildin auglýsir þrjú tímabundin störf laus til umsóknar.

 

1 x 50% starf. Tímabilið 1. mars - 30. september. Í starfinu felst aðstoð við ræktun sumarblóma, umhirðu þeirra og annarra verka hjá garðyrkjudeild.

 

2 x 100% starf. Tímabilið 1. apríl - 31. október. Störfin fela í sér almenna garðyrkjuvinnu.

 

Hæfniskröfur: Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Þekking og reynsla af störfum í garðyrkju er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, helga@skagafjordur.is eða í síma 453-5811.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 

Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

  

Hlutverk Garðyrkjudeildarinnar á sumrin er almenn garðyrkjuvinna, viðhald gróðurs, göngustíga, leiksvæða og grænna svæða sveitarfélagsins.