Fara í efni

Garðyrkjudeildin auglýsir tímabundið starf garðyrkjufræðings laust til umsóknar

13.02.2017

Garðyrkjudeildin auglýsir tímabundið starf garðyrkjufræðings laust til umsóknar

Tímabil starfs: 1. apríl 2017 - 30 september 2017.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfsheiti: Garðyrkjufræðingur II.

Vinnutími: Dagvinna.

Lýsing á starfinu: Garðyrkjufræðingur er staðgengill garðyrkjustjóra og leysir garðyrkjustjóra af í forföllum. Stjórnun og stýring verkefna og eða vinnuhópa er vinna hjá garðyrkjudeild. Umhirða og viðhald verkefna garðyrkjudeildar.

Menntunar- og hæfniskröfur: Garðyrkjufræðingur úr Landbúnaðarháskóla Íslands (sveinspróf) eða sambærileg menntun. Reynsla af störfum í garðyrkju er æskileg. Reynsla af verkstjórn er kostur. Almenn tölvukunátta. Almenn ökuréttindi. Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.

Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2017

Nánari upplýsingar: Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, helga@skagafjordur.is, 861-3490.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteini skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Hlutverk garðyrkjudeildarinnar á sumrin er almenn garðyrkjuvinna, viðhald gróðurs, göngustíga, leiksvæða og grænna svæða sveitarfélagsins.