Fara í efni

GaV auglýsir eftir kennurum

07.06.2018

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir eftirfarandi kennslustöður lausar til umsóknar

 

Starfsstöð: Hofsós

Smíðakennari:

Um u.þ.b. 40% starfshlutfall er að ræða vegna smíða og valgreina.

Heimilisfræðikennari:

Um u.þ.b. 20% starfshlutfall er að ræða.

Almenn kennsla m.a. stærðfræði og stuðningur:

Um u.þ.b. 60% starfshlutfall

Umsjónarkennari í samkennslu 4. og 5. bekk

Um u.þ.b. 60% starfshlutfall er að ræða. Kennslugreinar í umsjónarhóp væru íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni. Þekking á byrjendalæsi er æskileg.

 

Starfsstöð: Hólar í Hjaltadal

Verkgreinar:

Um 15% starfshlutfall er að ræða vegna list og verkgreina; heimilisfræði, tónmennt og myndmennt.

 

Möguleiki er að sækja um hverja stöðu fyrir sig eða saman.

 

Upphaf starfa: 1. ágúst 2018.

Starfsheiti: Grunnskólakennari / umsjónarkennari.

Menntunarkröfur: Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.

Hæfniskröfur: Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2018

Nánari upplýsingar: Jóhann Bjarnason, skólastjóri, í síma 865-5044, johann@gsh.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum; Hofsósi og Hólum. En þær voru upphaflega þrjár, sameinaðar í eina stofnun 1. ágúst 2007. Á Hólum eru nemendur í 1. – 7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1. – 10. bekk, en starfsstöð þar er jafnframt safnskóli fyrir elsta stigið 8. – 10. bekk. Veturinn 2017-2018 voru 64 nemendur skráðir í skólann. Þar af eru 39 nemendur á Hofsósi, 18 nemendur á Hólum og 7 nemendur á Sólgörðum. Skólinn hefur um nokkurt skeið lagt áherslu á kennslu og vinnu með nýsköpun og eflingu heimabyggðar. Grunnskólinn austan vatna tekur þátt í verkefni embættis landlæknis, heilsueflandi grunnskóli.