Fara í efni

Gestakomur í sundlaugar sveitarfélagsins

02.03.2018
Sundlaugin á Hofsósi

Nú þegar framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks standa sem hæst og margir bíða óþreyjufullir eftir að þeim ljúki er gaman að velta því fyrir sér hve margir sækja sundlaugarnar okkar á ári hverju.

Sund er holl og góð íþrótt og heilsubætandi dægradvöl sem hentar öllum aldurshópum. Sífellt færist í aukana að fólk, bæði Íslendingar og erlendir gestir okkar heimsæki sundlaugar hringinn í kringum landið og Skagafjörður er engin undantekning í því tilliti.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig gestakomum í sundlaugar sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2011, sérstaklega á milli áranna 2015 og 2016.

 

 

Sauðárkrókur

Hofsós

Varmahlíð

Sólgarðar

 

Heildaraðsókn

         

 

 

2011

13.996

19.875

10.007

 

 

43.878

2012

15.555

19.192

7.586

 

 

42.333

2013

25.309

26.388

12.065

 

 

63.762

2014

28.577

31.917

14.997

 

 

75.491

2015

26.408

29.810

15.071

1.531

 

72.820

2016

38.708

39.409

18.921

622

 

97.660

2017

37.975

39.985

18.113

1.950

 

98.023

 

Þess má geta að teikningar að Sundlaug Sauðárkróks hanga uppi í anddyri laugarinnar og er fólk hvatt til að kíkja á þær og láta sig hlakka til.