Fara í efni

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

03.02.2015

Vakin er athygli á því að frá 1. janúar 2015 eru tannlækningar þriggja ára barna auk 8 til og með 17 ára barna,  greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr árlegu komugjaldi.            

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin hafi skráðan heimilistannlækni og því eru þeir foreldrar sem ekki hafa gengið frá skráningu í Réttindagátt hvattir til að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst, sem aðstoðar við skráninguna.  Lista yfir heimilistannlækna má nálgast á vef Sjúkratrygginga.  

Hægt er að senda fyrirspurnir til Hólmfríðar Guðmundsdóttur hjá Embætti landlæknis, holmfridurg@landlaeknir.is.

Nánar

Free Dental Service for Children (enska)

Bezpłatne usługi dentystyczne dla dzieci (pólska)