Fara í efni

Góð stemming á bókasafninu

26.11.2015
Hjalti Pálsson les úr nýrri Skagfirðingabók

Í gærkvöldi lásu nokkrir höfundar upp úr verkum sínum á bókasafninu í notalegri stemmingu. Eyþór Árnason las úr ljóðabók sinni Norður en hann las einnig kafla úr bók Illuga Jökulssonar, Háski í hafi - kafbátur í sjónmáli. Ingibjörg Hjartardóttir las úr skáldsögu sinni Fjallkonan og Ingibjörg Hafstað úr æviminningum Önnu Pálínu Þórðardóttur, Lífsins skák. Hjalti Pálsson las kafla eftir sjálfan sig sem birtist í nýjustu Skagfirðingabókinni, árbók Sögufélags Skagfirðinga.

Það voru um 50 manns sem mættu á bókasafnið. Boðið var upp á jólate, piparkökur og konfekt sem rann ljúflega niður með lestrinum.Frá upplestri á jólabókum í Safnahúsi