Góð þátttaka UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ um næstu helgi
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Keppnisdagskrá mótsins má finna hér. Einnig er í boði fjölbreytt afþreying sem er opin öllum án endurgjalds. Afþreyingardagskrá má finna hér.
UMFÍ hafði samband við Thelmu Knútsdóttur, framkvæmdastjóra UMSS og spurði hana út í þátttöku skagfirskra unglinga á mótinu. Á vef UMFÍ segir:
„Við erum mjög spennt fyrir Unglingalandsmótinu,“ segir Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina eru skráðir 82 keppendur frá UMSS í 274 greinar. Þetta er talsverð betri þátttaka hjá UMSS miðað við fyrri mót. Þátttakan jafngildir því að hver keppandi frá UMSS séu skráðir í þrjár greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ.
Thelma segir Skagfirðinga mjög áhugasama um Unglingalandsmót UMFÍ og mikil stemning þar fyrir mótinu. Hún nefnir dæmi um að á einum bæ í Skagafirði hafi systkini skráð sig í samtals 22 greinar. Drengurinn, sem er yngri, skráði sig í þrettán en systir hans í níu greinar af ýmsum toga.
Sjálf fer Thelma á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum með dætur sínar tvær sem hlakka mikið til og hafa þær skráð sig í nokkrar greinar, þar á meðal frjálsar, ólympískar lyftingar og kökuskreytingar.
Frestur til að skrá þátttöku á mótinu hefur verið lengdur og rennur hann út á miðnætti í kvöld, þriðjudag.
Við óskum öllum keppendum og aðstandendum góðrar skemmtunar á Unglingalandsmóti UMFÍ.