Fara í efni

Góður árangur á Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfu

02.06.2014
Mynd kki.is

Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfu í Svíþjóð er lokið. Íslendingar voru með fjögur lið á mótinu og vannst einn Norðurlandameistaratitill þar sem U16 ára lið kvenna vann alla sína leiki á mótinu. Frábært afrek hjá þessum öfluga hópi sem landaði fyrsta Norðurlandameistaratitli U16 ára liðs kvenna í áratug. U18 ára lið karla hafnaði í 2. sæti, U16 ára lið karla hafnaði í 4. sæti og U18 ára lið kvenna hafnaði einnig í 4. sæti.

Fjögur ungmenni úr Körfuknattleiksdeild Tindastóls voru valin í landsliðin en 48 ungmenni skipuðu liðin. Það er mikil viðurkenning á starfi körfuknattleiksdeildar Tindastóls hve hátt hlutfall var úr deildinni.  Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir voru í sigurliði U16 kvenna og var KKÍ með æfingabúðir fyrir liðið á Sauðárkróki um miðjan maí. Pálmi Þórsson var í U16 liði karla og Pétur Rúnar Birgisson í U18 liði karla.